fbpx

Skilmálar

Pantanir

Verslunin tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Verslunin sendir frá sér pöntunina innan tveggja virkra daga. Ef valið er að sækja pöntunina í húsakynnum Balún, Faxafeni 10 verður hún einnig komin þangað innan tveggja daga. Þegar vara er sótt er gerð krafa um að viðskiptavinur sýni fram á kvittun fyrir kaupunum.

Afhending vöru

Verslunin nýtir þjónustu Dropp til afhendingar keyptra vara. Um afhendingu vörunnar gilda ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp. Verslunin ber samkvæmt þessu ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Sendingarkostnaður er samkvæmt gjaldskrá Dropp. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Verð

Öll verð í netversluninni (og sendingarkostnaður) eru með VSK. Verslunin áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan reynist ekki til á lager er kaupandi látinn vita og verslunin endurgreiðir viðkomandi hafi greiðsla farið fram.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Balún í Faxafeni 10 tekur við vörum sem skilað er. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er veitt eða afhending á sambærilegri vöru óski kaupandi eftir því innan 14 daga. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan frestsins en það hægt að gera með því að senda tölvupóst á ottoverslun@ottoverslun.is. Balún í Faxafeni 10 tekur við vörum sem skilað er.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Persónuvernd

Öryggi og persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar vef ottoverslun.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. OTTO verslun miðlar þeim ekki til annara.

OTTO verslun virðir friðhelgi perónuupplýsinga viðskipta vina sinna. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Hvað eru vafrakökur (e. Cookies)

Cookie er lítil textaskrá sem vefsvæðið getur sett inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsvæði Otto verslunar ehf, www.ottoverslun.is er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskráin er geymd á vefvafra notenda og vefur verslunarinnar þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þetta gerir það mögulegt að Ottoverslun getur sent ákveðnar upplýsingar í vafra notenda og getur gert upplifun notanda ánægjulegri. Cookies geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

Notkun á vafrarakökum



Með því að samþykkja skilmála Otto verslunar kt. 590824-0620 um notkun á cookies er fyrirtækinu m.a. veitt heimild til þess að:

  • bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
  • að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
  • að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
  • að birta notendum auglýsingar
  • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um svæðið,

Þjónusta Siteimprove er nýtt á vefnum með svipuðum hætti og Google Analytics, til dæmis til telja heimsóknir og til að finna brotna tengla sem notendur smella á sem og bæta upplifun notenda inn á vefnum.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.